Ragnar Axelsson
Andlit Norðursins

Undanfarin ár hefur Ragnar Axelsson kafað í myndasafn sitt og rýnt í gamlar dagbækur. Afraksturinn er hin magnaða nýja útgáfa Andlita norðursins. Sögurnar á bak við myndirnar, bæði skondnar og sorglegar, eru raktar og sýndar eru áður óbirtar ljósmyndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Þetta er bók sem gerir skil 30 ára vinnu og á sér enga hliðstæðu.

Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og rita almenns efnis 2016.