Páll Stefánsson
Iceland Exposed

Ljósmyndir Páls Stefánssonar af Íslandi sýna lítt þekkt og framandi land. Mælikvarðinn setur áhorfandann úr jafnvægi: Er hann að horfa á eitthvað agnarsmátt eða eitthvað svo stórt að það á eiginlega ekki að vera hægt að ljósmynda það? Er þetta lítill lækur eða jökull séður úr gríðarlegri hæð? Er sprungan í íshellinum margra kílómetra djúp, eða er þetta bara rispa?